Jólaball
Síðastliðinn fimmtudag var jólaball hjá okkur í Arnarsmára. Þar var gengið í kringum jólatréð og sungin jólalög. Jólasveinarnir Skyrgámur og Kjötkrókur komu í heimsókn og voru með alls kyns sprell og dansa áður en þeir gáfu öllum börnunum jólagjöf.
Eftir jólaballið var svo pylsupartý og í kaffiflæðinu fengum við piparkökur og mandarínur.