Arnarsmári 26 ára

Í tilefni þess að leikskólinn okkar varð 26 ára í gær, 7.janúar, héldum við uppá afmæli í dag. Í morgun var afmælis-Gaman saman þar sem allar deildir buðu uppá eitt atriði. Gulldeildin söng Regnbogalagið, Akur bauð okkur í sund í Kópavogslaug og Salalaug, Brekka var með skemmtilegan blöðruleik, Bakki bauð uppá jóga og Engi var með Superman-lagið. Hún Sigga gaf svo leikskólanum flotta diskókúlu í afmælisgjöf og því þurfti að halda smá danspartý í lokin.

Í hádegismatinn fengum við svo pizzu að borða og ís í eftirrétt. Í kaffiflæðinu var boðið uppá kleinuhringi í tilefni dagsins.
Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára Fréttamynd - Arnarsmári 26 ára

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn