Bóndadagur
Síðastliðinn föstudag, á Bóndadaginn, var pöbbum og öfum boðið í morgunmat í leikskólanum. Boðið var uppá hafragraut, slátur, lýsi og hákarl. Gullmolakórinn steig á stokk og söng nokkur lög og eftir matinn buðu börnin gestunum að skoða myndir sem þau höfðu teiknað af pöbbum og öfum. Við þökkum öllum gestunum kærlega fyrir komuna til okkar.
Í hádeginu var svo þorrablót þar sem öll börnin í skólanum borðuðu saman og sungu nokkur lög yfir matnum.