Dagur leikskólans - Stóri læsisdagurinn
Síðastliðinn þriðjudag, 6.febrúar, var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur. Af tilefni hans var foreldrum og öðrum aðstandendum barnanna boðið í heimsókn í leikskólann og fylgjast með leikskólastarfinu. Það var gaman að sjá alla sem sáu sér fært að mæta og þökkum við kærlega fyrir komuna.
Þennan sama dag var einnig Stóri læsisdagurinn hjá okkur. Um morguninn var börnunum skipt upp í hópa og fóru þau á milli stöðva og gerðu ýmis verkefni tengd læsi.