Í samkomubanni 16. mars - 13 apríl

Búið er að skipuleggja fyrstu vikuna í samkomubanninu á eftirfarandi hátt í Arnarsmára;
Börnum og starfsfólki hefur verið skipt upp í tvo hópa þ.e. A og B. Þetta er gert til að takmarka smitleiðir þannig að betur sé hægt að kortleggja áhættuhópa ef greinast smit hjá okkar fólki.
Hóparnir mæta annan hvern dag og við gætum þess að systkini fylgist að.
 
Þetta á við þessa viku skipulag næstu vikna kemur síðar.
 
Foreldrar sem tilheyra framlínu samkvæmt skilgreiningu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra geta sótt um viðbótarþjónustu. Þeir foreldrar þurfa að hafa samband við mig vegna þessa. Þetta er samfélagslegt verkefni og þurfum við að snúa bökum saman. Við hvetjum ykkur foreldra sem hafið tök á, að halda börnum ykkar heima til að takmarka smitleiðir.
 Skólinn verður opinn frá 7:30- 16:15.
Takmarkað aðgengi foreldra verður inn í leikskólann og aðeins einn aðili fylgir barninu í leikskólann. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
  • Tæma hólf barnanna daglega.  Gott væri að fötin væru í poka eða tösku og kennarar hjálpa börnunum að finna það sem þarf.
  • Foreldrar hafa einungis aðkomu í fataherbergi skólans og beðnir um að staldra stutt við.
  • Foreldrar eru beðnir að snerta ekki hluti í fataherbergi að óþörfu og helst ekki annað en fatahólf síns barns og eigur þess.
  • Finni foreldri fyrir flensueinkennum er það beðið að koma ekki inn í leikskólann.
  • Hafi börn flensueinkenni s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima.
  • Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað bæði inni og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman.
  • Tekið er á móti börnum úti og  skilað úti ef veður leyfir. 
  • Börn þvo hendur áður en þau koma inn á deild.
  • Sýnum þolinmæði og ábyrgð.
  •  
Þriðjudagur 17. mars Hópur A
Miðvikudagur 18. mars Hópur B
Fimmtudagur 19. mars Hópur A
Föstudagur 20. mars Hópur B
 
 Mánudaginn 23. mars er skipulagsdagur og skólinn þá lokaður.