Hreinsunardagur
Miðvikudaginn 24.apríl vorum við í Arnarsmára með hreinsunardag. Þann dag týndum við rusl, sópuðum og gerðum hreint hjá okkur á skólalóðinni og fyrir utan hana. Þegar allt var orðið fínt og flott var boðið til pylsuveislu. Yngri deildirnar borðuðu inni en eldri deildirnar borðuðu úti.