Sumar- og sólblómahátíð

Fimmtudaginn 13.júní héldum við í Arnarsmára okkar árlegu Sumar- og sólblómahátíð, þar sem foreldrum og öðrum gestum er boðið að koma og njóta með okkur í garðinum okkar.

Hátíðin hófst á því að börnin sungu þrjú lög fyrir gesti og eftir það var boðið uppá að fara á milli nokkurra stöðva þar sem eitthvað skemmtilegt var í boði. Einnig var hægt að fara inn í skólann en þar var hægt að skoða listaverk eftir börnin og fleira. Stöðvarnar sem voru í boði voru:
  • Sápukúlustöð
  • Andlitsmálun
  • Dansa og syngja með tónlist
  • Ratleikur í skóginum
  • Veiða snakk
  • Þrautabraut

Að lokum var svo pizzaveisla áður en allir héldu heim á leið.

Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna og vonandi hafa allir haft gaman að.