Vinavika - Vináttuganga
Þessa vikuna var vinavika hjá okkur í Arnarsmára. Í vinavikunni vinna börnin með vináttu, meðal annars hvað felst í því að vera góður vinur og fleira sem tengist vináttu.
Í dag, síðasta dag vinavikunnar, var vináttuganga. Gullmolarnir voru sóttir í leikskólann af nemendum í 10.bekk í Smáraskóla og gengu þau saman í Smáraskóla. Þar léku þau sér saman úti ásamt elstu börnunum úr leikskólanum Læk og nemendum í 5.bekk í Smáraskóla. Nemendurnir í 10.bekk gengu svo með börnunum aftur heim í Arnarsmára.
Garpar, Grallarar, Gormar og Grjón fóru svo saman í vináttugöngu. Þau gengu að malbikaða svæðinu við endann á Grundarsmára þar sem þau fóru í leiki og sungu saman vinalög áður en þau gengu til baka í leikskólann.