Nú líða fer að jólum
Það er aldreilis búið að vera nóg að gera hjá okkur í Arnarsmára síðustu vikuna.
Síðasta föstudag, 6.des, var foreldrum boðið að vera með okkur í aðventustund hjá eldstæðinu á lóðinni. Þar var boðið upp á heitan drykk og piparkökur og svo söng Gullmolakórinn nokkur lög. Við þökkum öllum gestum fyrir komuna þangað.
Á mánudaginn kom hún Skjóða til okkar með jólaleikrit og var það rosa skemmtilegt.
Á þriðjudaginn var foreldrum Gullmola boðið að sjá helgileikinn í flutningi Gullmolanna og á fimmtudaginn sýndu þau svo helgileikinn aftur fyrir allan skólann og einnig var eldri borgurum boðið þá.
Á miðvikudaginn skreyttu börnin jólatréð og máluðu á piparkökur.
Í dag var svo jólaball en þar var gengið í kringum jólatréð og sungið, auk þess sem jólasveinarnir Skyrgámur og Kjötkrókur kíktu í heimsókn.
Nú er einungis vika í jólafrí og við ætlum að halda áfram að hafa það notalegt fram að því.