Öskudagur
Síðastliðinn miðvikudag var mikið fjör í Arnarsmára en þá var öskudagurinn haldinn hátíðlegur. Börn og kennarar mættu í ýmiss konar búningum í tilefni dagsins. Við héldum öskudagsball þar sem var mikið dansað og mikið fjör. Eftir ballið var síðan búin til risa conga-röð og farið í göngu um skólann. Síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni og allir fengu snakk.
Í hádeginu var svo pylsupartý, og voru öll börnin búin að búa sér til peninga til að borga fyrir pylsurnar.