Listavika

Dagana 18.– 25.mars var Listavika í Arnarsmára. Í Listaviku er börnum skólans skipt í 12 hópa og er unnið á sex svæðum, þannig að tveir hópar fara á hvert svæði á hverjum degi. Á svæðunum er unnið með þarfirnar okkar í Uppbyggingarstefnunni og einnig er á einu svæði unnið með Barnasáttmálann.

Svæðin eru:
·        Listasmiðja: Í listasmiðju var unnið með þörfina Frumkvæði. Þar var rætt um hvað frumkvæði þýðir og hvernig við getum sýnt frumkvæði. Síðan gerðu börnin listaverk úr jarðleir og notuðu sitt frumkvæði til að ákveða hvað þau bjuggu til. Jarðleirinn verður síðan brenndur og málaður.
·        Eldri gangur: Á eldri gangi var unnið með Barnasáttmálann. Þar var rætt um Barnasáttmálann og réttindi barna. Síðan gerðu börnin sólblóm og á laufblöðin voru skrifuð falleg orð sem hægt er að nota í samskiptum við aðra. Að lokum voru gróðursett sólblómafræ og verða sólblómin síðan sett út í sumar.
·        Matsalur: Í matsal var unnið með þörfina Gleði. Þar var rætt um hvað gleði þýðir og hvernig hægt er að sinna gleðiþörfinni okkar á jákvæðan hátt. Börnin fengu svo að prófa hljóðfæri og einnig að stíga upp á svið og syngja í míkrófón.
·        Hreyfisalur: Í hreyfisal var unnið með þörfina Frelsi. Þar var rætt um hvað frelsi þýðir og hvernig hægt er að sinna frelsisþörfinni á jákvæðan hátt. Síðan fengu börnin að mála og fengu þau algert frelsi um hvað þau vildu mála og hvernig.
·        Fundarherbergi: Í fundarherberginu var unnið með þörfina Öryggi. Þar var rætt um öryggi, hvað það þýðir og hvað við þurfum til að uppfylla öryggisþörfina. Börnin bjuggu síðan til sögu sem fjallar með einhverjum hætti um öryggi og síðan teiknuðu þau myndir af einhverju sem kom fyrir í sögunni.
·        Leiksmiðja: Í leiksmiðju var unnið með þörfina Vinátta. Þar var rætt um hvað vinátta þýðir, hvernig við getum verið góðir vinir og sinnt vináttuþörfinni á jákvæðan hátt. Vináttubangsinn Blær var notaður og börnin fóru í nuddstund þar sem þau nudduðu bakið á hvort öðru meðan þau hlustuðu á nuddsögu um Blæ.

Fréttamynd - Listavika Fréttamynd - Listavika Fréttamynd - Listavika Fréttamynd - Listavika Fréttamynd - Listavika

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn