Upphaf nýs skólaárs
Nú er nýtt skólaár komið í gang og vonandi fer allt komast í fastar skorður. Eldhúsið okkar er enn ekki alveg tilbúið en við vonum að hægt verði að byrja að elda þar á þriðjudaginn.
Fyrri aðlögun byrjaði á mánudaginn og eru börnin því búin að vera viku í leikskólanum núna. Þau eru að læra betur og betur á lífið í leikskólanum og gengur allt vel. Seinni aðlögun hefst svo 1.september.