Árgangaskiptahátíð

Miðvikudagurinn 13.ágúst var heldur betur stór dagur hjá börnunum í Arnarsmára en þá var haldin Árgangaskiptahátíð. Á henni er börnunum "breytt" og þannig verða Garpar að Gullmolum, Grallarar verða Garpar, Gormar verða Grallarar og Grjón verða Gormar.

Hver árgangur fyrir sig fór saman upp á svið þar sem þeim var "breytt" og síðan sungu þau saman eitt lag. Þegar búið var að breyta öllum fengu svo allir snakk.

Að hátíðinni lokinni fóru börnin svo inná sínar deildir og börnin sem voru að skipta um deild fluttu allt sitt dót og föt á nýju deildina.
Fréttamynd - Árgangaskiptahátíð Fréttamynd - Árgangaskiptahátíð Fréttamynd - Árgangaskiptahátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn