Uppskeruhátíð

Í gær, 18.september, var uppskeruhátíð hjá okkur í Arnarsmára. Hátíðin hófst á því að allir gengu í skrúðgöngu hring í garðinum þar sem var sungið og slegið á trommur. Síðan tókum við upp kartöflurnar sem við erum búin að vera að rækta í görðunum okkar. Kartöflurnar voru síðan skolaðar og settar í geymslu. Aneta ætlar síðan að elda kartöflurnar á mánudaginn svo við getum borðað þær með fiskinum.
Fréttamynd - Uppskeruhátíð Fréttamynd - Uppskeruhátíð Fréttamynd - Uppskeruhátíð Fréttamynd - Uppskeruhátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn