Vináttuganga - Gengið gegn einelti
Í dag fóru börnin í leikskólanum í vináttugöngu.
Gullmolar voru sótt í leikskólann af nemendum í 10.bekk í Smáraskóla. Þau gengu svo saman í Smáraskóla þar sem þau léku sér saman ásamt nemendum af leikskólanum Læk. Síðan var börnunum fylgt aftur upp í leikskóla.
Garpar, Grallarar og Gormar gengu saman að planinu við enda Grundarsmára. Þar sungu þau nokkur lög um vináttu og léku sér saman áður en þau gengu aftur í leikskólann.