Piparkökumálun
Miðvikudaginn 3.desember var piparkökumálun í Arnarsmára. Foreldrum og öðrum gestum var boðið í leikskólann að mála piparkökur með börnunum. Boðið var uppá heitt súkkulaði og varð þessi stund mjög notaleg. Málaðar voru piparkökur í öllum regnbogans litum og mörg listaverk litu dagsins ljós. Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna og vonum að allir hafi notið vel.