Jólaleiksýning
Fimmtudaginn 4.desember fengum við í Arnarsmára góða heimsókn frá henni Skjóðu. Skjóða flutti fyrir okkur sýninguna Jólasaga. Allir voru mjög spenntir fyrir sýningunni og skemmtu sér konunglega. Að sýningu lokinni bauð Skjóða uppá létt danspartý þar sem hún kenndi okkur nýjan dans auk þess sem við dönsuðum við nokkur klassísk jólalög. Áður en Skjóða hélt svo aftur heim á leið bauð hún öllum börnunum uppá fimmu eða knús á leiðinni inná deild.