Kirkjuferð
Þriðjudaginn 16.desember fórum við í Arnarsmára í heimsókn í Digraneskirkju. Öll börn og kennarar gengu í kirkjuna og stóðu sig allir ótrúlega vel þó gangan hafi verið frekar löng.
Í kirkjunni byrjuðum við á að setjast á kirkjubekkina þar sem við sungum nokkur jólalög, hlustuðum á jólasögu og tókum þátt í skemmtilegri spurningakeppni. Eftir það fórum við fram og fengum piparkökur og djús.
Eftir heimsóknina gengu Gullmolar og Garpar aftur í leikskólann en Grallarar og Gormar fóru heim með rútu.