Arnarsmári 28 ára

Síðastliðinn miðvikudag, 7.janúar, varð Arnarsmári 28 ára og var dagurinn haldinn hátíðlegur hjá okkur. Um morguninn komu allir saman í salnum þar sem hver deild sá um skemmtiatriði. Í hádegismatnum fengum við pizzu og í kaffiflæði fengum við kleinuhringi. Einnig var að sjálfsögðu farið út og íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.