Bóndadagur
Í dag er Bóndadagur og í tilefni dagsins buðu börnin í Arnarsmára pöbbum sínum og öfum í morgunkafii í leikskólanum. Boðið var upp á kaffi, kleinur og vínber og Gullmolakórinn steig á stokk og söng nokkur lög. Við þökkum öllum sem komu í heimsókn kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi haft gaman af.
Í hádeginu var svo haldið smá þorrablót þar sem boðið var uppá grjónagraut, slátur, sviðasultu, harðfisk og hákarl. Einnig voru nokkur þorralög sungin við borðhaldið.