Guðmundarlundur

Í gær var mjög viðburðarríkur dagur hjá okkur í Arnarsmára. Við slógum saman sumarhátíð og sólblómahátíð og fórum í dagsferð í Guðmundarlund. 
Farið var með rútum frá Arnarsmára kl. 930 og komið til baka 14:15.
Byrjað var á skrúðgöngu þegar komið var á svæðið og síðan fóru börn og kennarar á milli svæða þar sem hin ýmsu verkefni og leikir voru í boði.
Í hádegismat voru grillaðar pulsur sem smökkuðust mjög vel. Hvíldarstundir voru í tjöldum, inn í skógi og hér og þar en yngstu börnin sváfu á dýnum inni í húsi.
Þegar heim var komið var mætt kona frá Landvernd sem afhenti okkur 6. grænfánann en hann er afhentur annað hvert ár ef við stöndumst endurmat sem við gerum ávalt með stæl.
Veðrið var mjög fínt og allir þreyttir, glaðir og sælir eftir góðan dag.
Fréttamynd - Guðmundarlundur Fréttamynd - Guðmundarlundur Fréttamynd - Guðmundarlundur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn