Árgangaskiptahátíð

Í morgun var mikil hátíð hjá okkur, árgangaskiptahátíð.
Garpar urðu Gullmolar, Grallarar urðu Garpar, Gormar urðu Grallarar og Grjón urðu Gormar.
Það var miklill spenningur yfir breytingunum og stoltið skein úr hverju andliti.
Gullmolarnir fluttust inn á Gulldeild og verða þar í vetur en Garpar og Grallarar verða á Akri og Brekku, blandað á báðum deildum.
Gormar og Grjón ( þau byrja í aðlögun í september) verða á Engi og Bakka, blandað á báðum deildum.
Grjón eru eins árs börn
Gormar eru tveggja ára,
Grallarar eru þriggja ára,
Garpar eru fjögurra ára,
Gullmolar eru 5 ára.