Dagur íslenskrar tungu

Í gær var Dagur íslenskrar tungu og var honum gerð góð skil í Arnarsmára.
Nú var ekki hægt að vera öll saman eins og venjan er á þessum degi en öll börnin sungu t.d. á íslensku má alltaf finna svar. Svo var ýmislegt fleira gert, lesin Búkolla, talað um krummma ofl. ofl.
Gullmolarnir sem skipa kór skólans hafa enn ekki fengið tækifæri til að syngja fyrir aðra en börn og kennara skólans en þau sendu öllum deildum upptöku af söng sínum.