Aðventustund

Í morgun var fyrsta aðventustundin þetta árið, haldin úti við eldstæðið 
Kveikt var á fyrsta kertinu, Spádómskertinu, og fyrsta erindið úr "Við kveikjum einu kerti á" sungið hárri raust.
Síðan söng kórinn (Gullmolarnir) eitt jólalag fyrir alla. Rætt var um að gera góðverk í desember.
Að lokum voru sungin nokkur skemmtileg jólalög.