Réttindaskóli Unicef

Fyrir u.þ.b.ári síðan ákváðum við í Arnarsmára ásamt 4 öðrum leikskólum í Kópavogi að fara í þróunarstarf með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að gerast Réttindaskóli Unicef.
Byrjað var á verkefninu fyrir ári síðan þó hægar hafi verið farið að stað en áætlað var vegna Covid-19. En nú í haust var farið í fullan gang og vonast er til að við ljúkum þessari formlegu vinnu fyrir næsta haust og getum því fengið titilinn Réttindaskóli Unicef á degi mannréttinda barna þann 20. nóvember n.k.