Tannverndarvika

Tannverndarvikan er nú frá 1.-5. febrúar. Við í Arnarsmára tökum þátt í henni með fræðslu og umræðum við börnin.
Í gær fór fram mikið nám og sköpun í listasmiðjunni með Evu o.fl. kennurum um hollan og óhollan mat og hvað er gott fyrir tennurnar. .
 Tannvernd þarf að hefjast sem fyrst á lífsleiðinni og ekki síðar en við uppkomu fyrstu tannar. Tannlæknar mæla með burstun tanna tvisvar á dag og þurfa foreldrar/forráðamenn að sjá um það á börnum upp að 10-12 ára.