Söngvar

Allir hafa eitthvað til að ganga á- bls 120
Amma og draugarnir- bls 103
Á Íslandi á ég heima- bls 79
Álfadrottningin- bls 162
Blátt lítið blóm eitt er- bls 88
Dýrin í Afríku- bls 63
Ef þig langar lífið að létta- bls 116
Ein stutt, ein löng- bls 34
Ég er stjórnandi- bls 38
Ég elska blómin- bls 88
Ég fór í dýrgarð í gær-bls 65
Ég langömmu á- bls 102
Fyndinn í framan- bls 42
Frost er úti fuglinn minn- bls 50
Grænmetisvísur-bls 30
Guttakvæði- bls 35
Hann Tumi fer á fætur- bls 47
Indjánalagið- bls 66
Kátir voru karlar- bls 21
Kirie-Kirio- bls 108
Krummi svaf í klettagjá- bls 53
Lína Langsokkur- bls 24
Litla flugan- bls 60
Lagið um það sem er bannað- bls 123
Lítill heimur- bls 14
Mánaðarvísur – bls 126- 130
Með sól í hjarta- bls 90
Myndin hennar Lísu- bls 82
Nú gaman, gaman er- bls 151
Nú skal syngja um…- bls 46
Óli Skans- bls 39
Palli er einn í heimi hér- bls 36
Pálína með prikið- bls 40
Piparkökusöngurinn- bls 29
Reyklagið- bls 34
Sigling- bls 21
Skýin- bls 94
Snati og Óli- bls 47
Snjókorn falla nú til jarðar (Lag: Det var brændivin i flaske)- bls 96
Sundlagið- bls 69
Tveir kettir- bls 55
Um landið bruna bifreiðar- bls 20
Það bjó einn karl á tunglinu- bls 32
Þvottasöngurinn (Lag: Það bjó einn karl á tunglinu)- bls 16

Þula mánaðarins

Janúar:

Þula um dagana

Sunnudagur sagði:
“Þorið þið að mæta mér?
Mánudagur flýtti sér.
Þriðjudagur þagði.
Miðvikudagur fór svo flatt,
að fimmtudagur um hann datt.
En föstudagur hljóp svo hratt
að hendur á hann lagði
laugardagur, byrstur mjög í bragði.
En þá var vikan liðin
og kyssti litlu börnin,
sem lásu og voru iðin,
Þetta er alveg satt.
Svo kemur næsta vika,
þá gengur það nú glatt.

Febrúar:

Nú koma kýrnar

Nú koma kýrnar
og klóra á sér brýrnar.
Nú koma ærnar
og klóra á sér tærnar.
Nú koma lömbin,
svöng er í þeim vömbin.
Nú kemur féð,
klórar á sér hnéð.
Nú koma nautin,
þau éta grautinn.
Nú koma hestarnir
og vel ríða prestarnir!

Mars:

Sviðaþula

Karl tók til orða,
mál væri að borða,
þá kom inn diskur,
var á blautur fiskur,
hákarl og rætur
og fjórir sviðafætur.
Upp tók hann einn,
ekki var hann seinn,
gerði sér úr mann,
Grettir heitir hann.
Hvað kann Grettir vel að vinna?
Hann fór út í eyjar
Svæfði þar meyjar
Kýr og kálfa
Og keisarann sjálfan.
Lambið beit í fingur minn
Spói féll í áragil
Tittlingur í mýri
Setti upp á sig stýri
Úti er ævintýri.

Apríl:

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.

Maí:

Græn eru laufin

Græn eru laufin
og grasið sem grær.
Glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá.
Fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn.
Svartur er hann krummi
og öll hans börn.

Júní:

Krumminn í hlíðinni

Krumminn í hlíðinni
hann fór að slá.
Þá kom Lóa lipurtá
og fór að raka ljá.
Hann gaf henni hnappa þrjá
og bannaði henni að segja frá
en hann spói spíssnefur
hann sagði frá,
prakkarinn sá.
Þó var ljáin ekki nema
hálft annað puntstrá.

 Ágúst:

Talnaþula

Einn og tveir
inn komu þeir,
þrír og fjórir,
furðustórir,
fimm, sex, sjö og átta,
svo fóru þeir að hátta.
Níu, tíu, ellefu og tólf,
lögðu plöggin sín á gólf,
svo fóru þeir að sofa
og sína drauma lofa.
En um miðjan morgun
hún mamma vakti þá,
þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán,
fætur stukku á.
Svo fóru þeir að smala
suður fyrir á,
sautján, átján lambærnar
sáu þeir þá,
nítján voru tvílembdar
torfunum á,
tuttugu sauðirnir
suður við sel.
Teldu nú áfram
og teldu nú vel.

September:

Klukkurím

Klukkan eitt
eta feitt.
Klukkan tvö
baula bö.
Klukkan þrjú
mjólka kú.
Klukkan fjögur
kveða bögur.
Klukkan fimm
segja bimm.
Klukkan sex
borða kex.
Klukkan sjö
segja Ö.
Klukkan átta
fara að hátta.
Klukkan níu
veiða kríu.
Klukkan tíu
kyssa píu.
Klukkan ellefu
fleyta kellingu.
Klukkan tólf
ganga um gólf. 

Október:

Andrés önd

Andrés önd
fór út í lönd
fékk sér eldrauð axlabönd.

Mikki mús

Mikki mús byggði sér hús.
Húsið brann og Mikki rann.
Mikki mús fékk á sig lús
og geymir hana í sultukrús.

Nóvember:

Krumminn á skjánum

Krumminn á skjánum,
kallar hann inn:
“gef mér bita'af borði þínu,
bóndi minn!”
Bóndi svara býsna reiður:
“Burtu farðu, krummi leiður.
Líst mér að þér lítill heiður,
ljótur ertu'á tánum,
Krumminn á skjánum.”

Desember:

Grýla reið með garði

Grýla reið með garði,
gekk með henni Varði.
Hófar voru á henni,
hékk henni toppur úr enni.
Dró hún belg með læri,
börn trúi ég þar í færi.
Valka litla kom þar að
og klippti á gat með skæri,
tók hún band og hnýtti á hnút
og hleypti öllum börnum út.
Svo trúi ég það færi