Handbækur um snemmtæka íhlutun

Tíu leikskólar í Kópavogi gáfu út handbækur um snemmtæka íhlutun, mál og læsi, fimmtudaginn 19. nóvember.  Handbækurnar eru afrakstur þriggja ára þróunarstarfs leikskólanna og eru þær nú aðgengilegar á heimasíðum þeirra. 
Þróunarstarfið var kynnt á skipulagsdegi leikskólanna og má nálgast þá kynningu með því að smella hér.
Leikskólarnir eru Arnarsmári, Álfaheiði, Fífusalir, Grænatún, Kópahvoll, Marbakki, Núpur, Rjúpnahæð, Sólhvörf og Urðarhóll.
Markmið þróunarstarfsins er að tryggja að öll börn leikskólans fái jöfn tækifæri og nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti. Þá er stefnt að því að tryggja að öll börn fái málörvun við hæfi sem styrkir og eflir málþroska þeirra með áherslu á læsi í víðum skilningi. Áhersla er lögð á markvissa málörvun í öllu daglegu starfi. Verkefnastjóri þróunarstarfsins var Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur.
Handbækurnar nýtast einnig mjög vel í kennslu barna með íslensku sem annað mál. Handbækurnar nýtast starfsfólki, forráðamönnum og öðrum áhugasömum til að öðlast skilning og þekkingu á málörvun.
"Mikil áhersla er á málörvun í starfi leikskóla Kópavogs og afar ánægjulegt að nú séu komnar út handbækur um snemmtæka íhlutun. Rannsóknir sýna fram á að góður málþroski skiptir miklu máli í leik og námi barna, hann hefur áhrif á félagsleg samskipti þeirra og möguleika á að verða virkir þegnar í lýðræðissamfélagi. Handbækurnar munu án efa nýtast vel og gera gott starf leikskólanna enn betra." segir Maríanna Einarsdóttir leikskólaráðgjafi.

Handbók Arnarsmára um snemmtæka íhlutun má sjá hér.