Börn í leikskólum Kópavogsbæjar eru slysatryggð á meðan þau dvelja í leikskólanum. Ef barn verður fyrir slysi, eða veikist, er haft samband við foreldra. Þess vegna er mikilvægt að allar upplýsingar um símanúmer séu rétt. Trygging tekur ekki til óhappa sem verða á fötum barnsins eða á öðru sem það hefur með sér í leikskólann.

Ætlast til að börnin taki þátt í því starfi sem fram fer í leikskólanum alla daga, inni og úti en ef foreldrar telja nauðsynlegt að barnið sé inni eftir veikindi er bent á að hringja í skólann áður en komið er og athugað hvort hægt sé að koma því við. Fjarveru barna á að tilkynna.

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna