Uppbyggingarstefnan
Í Arnarsmára er unnið eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar.
Uppeldi til ábyrgðar (e. real restitution) er mannúðarstefna sem miðar að því að ýta undir sjálfsaga barna og þjálfa þau í að læra af mistökum sínum með því að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Það skiptir máli að allir þekki hlutverk sitt og finni að þeir séu mikilvægir. Vinnuaðferðinni er einnig ætlað að styðja starfsmenn leikskólans við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Hugmyndafræðin byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömm, hótunum, sektarkennd eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái tækifæri til að meta lífsgildi sín. Að einstaklingurinn læri af mistökum sínum og sé velkomin aftur í hópinn. Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.
Félagið Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar
Facebooksíða