7.febrúar '20
Komið þið sæl
Vikan hjá okkur er búin að vera viðburðarík og góð. Á þriðjudag fórum við í sleðaferð við göngustíginn fyrir neðan Arnarsmára. Allir skemmtu sér vel.
Í gær var svo dagur leikskólans þar sem við fórum öll í Smárann og gerðum læsistengd verkefni í tilefni af stóra læsisdeginum. Takk fyrir komuna.
Í gaman saman í morgun sem var í boði Engi var sáttmáli um útivist samþykktur. Hann kemur til með að hanga uppi í fataherbergjum báðum megin í skólanum.
Rósa María byrjaði í Arnarsmára í dag og kemur hún til með að vera eitthvað á Akri fram á vor. Við bjóðum hana velkomna.
Ég er komin aftur í 50% starf og verður Hildur Kristín áfram líka hjá okkur eftir þörfum. Ef þið þurfið að ná í mig vinn ég seinnipartinn á mánudögum og miðvikudögum, fyrripartinn á fimmtudögum og föstudögum. Gaman er að vera komin aftur í leik og starf með börnunum ykkar.
Með ósk um góða helgi
f.h. kennara á Akri
Hrönn
Til baka