7.febrúar '20

10.02.2020 10:20

Sæl öll

 

Þetta er búin að vera annasöm vika hjá Gullmolum.

 

Á mánudaginn kom 1.bekkur úr Smáraskóla í heimsókn til okkar, það var gaman að hitta gamla vini og leika við þá.

 

Á þriðjudaginn var farið að tjörninni og öndunum boðið upp á brauð.

 

Í gær var svo „dagur leikskólans“ og þá var foreldrum boðið að taka þátt í íþróttatíma í Smáranum og það var virkilega gaman hversu margir komu😊

 

Í dag byrjaði nýr starfsmaður í Arnarsmára, hún heitir Rósa María og kemur til með að vera eitthvað hjá okkur á Gulldeild.

 

Næstkomandi þriðjudag, 11.febrúar, munum við heimsækja Árbæjarsafn og fræðast um gamla tímann.

 

Kær kveðja
Guðný

Til baka