7.febrúar '20

10.02.2020 10:21

Komið þið sæl.

 

Takk fyrir komuna í gær „á degi leikskólans“. Gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að koma og taka þátt í starfinu með okkur. 

 

Á mánudaginn fórum við í gönguferð að trénu sem GORMAR eru að fylgjast með. Við vorum að athuga hvort fuglarnir væru búnir að éta eplið sem við hengdum á trjágrein fyrir viku síðan. Einng fórum við í nokkra leiki. Við nýttum okkur snjóinn sem var fyrri part vikunnar og fórum í bröttu brekkuna við hliðina á leikskólanum með snjóþotur. 

 

Í gaman saman í morgun samþykktum við sáttmála fyrir útivistina og hann kemur til með að hanga uppi í fataherberginu.


Þessi vika er búin að vera frekar blaut en skemmtileg. Endilega farið yfir fatakassana reglulega, það vantar alltof oft auka föt í fatakassana. 


Með kveðju.

f.h. kennara á Brekku.

Sigga.

Til baka