The power of reading
Arnarsmári hefur hlotið Erasmus+ styrk frá Evrópusambandinu ásamt leikskólum í fimm öðrum löndum til að vinna saman að verkefni varðandi læsi. Verkefnið fer fram á ensku og heitir „The power of reading“.
Löndin sem taka þátt í verkefninu ásamt Íslandi eru; Spánn, Ítalía, Króatía, Grikkland og Eistland. Spánverjar eru stjórnendur verkefnisins og halda utan um það.
Verkefnið er til tveggja ára og hófst formlega 1.desember 2020. Í verkefninu munu skólar í hverju landi fyrir sig kynna hvernig unnið er með læsi. Hlutverk kennara Arnarsmára í verkefninu er að kynna fyrir erlendu kennurunum hvernig unnið er með læsi í útikennslu og samræðulestur.
Hugmyndin var að kennarar heimsæktu skólana í hverju landi fyrir sig til að kynnast hvernig unnið er með hina ýmsu þætti læsis en vegna ástandsins í heiminum (Covid 19) munu fyrirlestrar og kynningar verða rafrænar en vonandi verður hægt að heimsækja skólana í náinni framtíð þegar ástandið batnar.
Kennarar í Arnarsmára hlakka mikið til samstarfsins og eru með miklar væntingar um að geta aukið fjölbreytni í kennsluaðferðum fyrir börnin.