Kynni barnsins af náttúrunni eru þýðingarmikil fyrir þroska þess. Mikilvægt er að börn skynji og uppgötvi náttúruna af eigin raun og læri að njóta hennar sér til yndisauka. Í Arnarsmára er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd og þeim er séð fyrir fjölbreyttum möguleikum á að kynnast henni sem og veðrinu og árstíðunum í fjölbreytileika sínum. Í umhverfinu verða sífelldar breytingar og þá geta óvæntar aðstæður komið upp. Börnin kafa dýpra í viðfangsefnin, leita nýrra svara og öðlast mikilvæga þekkingu á náttúru og umhverfi. Tækifæri barna til að umgangast náttúruna hafa minnkað á síðari árum og útivistarsvæði eru flest manngerð, bæði við heimili og skóla. Með útinámi fá börnin fleiri tækifæri til að kynnast umhverfinu. Í Arnarsmára er þema bæði að vori og hausti um árstíðarnar þar sem börnin læra um þær allar á fjölbreyttan hátt. Hver árgangur á sér ákveðinn stað í náttúrunni þar sem hann velur sér tré og heimsækir reglulega til að fylgjast með árstíðabundnum breytingum. Frá Arnarsmára er mikið og fagurt útsýni og er athygli barnanna vakin á því. Á lóðinni er matjurtagarður sem hlúð er að og fylgst með sprettu og uppskorið ríkulega að hausti. Einnig er á lóð skólans útieldstæði sem ýmist er notað til útieldunar eða kveiktur er varðeldur. Náttúrufræðistofa er heimsótt öðru hverju og farin er sveitaferð að vori. Rætt er við börnin um umhverfisvernd og þau hvött til að ganga vel um umhverfið og náttúruna.

Umhverfissáttmáli Arnarsmára

Við berum öll virðingu fyrir sjálfum okkur og náttúrunni og sýnum það í verki

  
  
  

 

 

Markmið Arnarsmára

1. Verða meðvitaðri um umhverfisvernd

        Leiðir:

 • Fræða börnin um umhverfisvernd
 • Njóta náttúrunnar árið um kring, bæði í garðinum okkar og með því að fara í ferðir
 • Hreinsa rusl
 • Hugsa vel um trén og gróðurinn
 • Rækta grænmeti

2. Molta lífrænan úrgang

        Leiðir:

 • Safna lífrænum úrgangi á deildum og í eldhúsi
 • Fara með úrganginn í Hákinn
 • Nýta moltuna í kartöflugarðana og beðin

3. Flokka þann úrgang sem fer í endurvinnslu og endurnýta það sem hægt er („hugsum áður en við hendum“)

        Leiðir:

 • Setja í endurvinnslu; gler, plast, bylgjupappa, fernur, málma, skilagjalds-skyldar umbúðir, rafhlöður, dagblöð
 • Endurvinna pappír, búa til kúlur
 • Nýta pappír betur; prenta og teikna báðum megin, merkja allar myndir
 • Nýta annað í skapandi starf og útileiki, rannsóknir og tilraunir

4. Ganga snyrtilega um úti sem inni

        Leiðir:

 • Venja sig á að ganga snyrtilega um
 • Setja hluti alltaf aftur á sinn stað
 • Lagfæra hluti jafnóðum
 • Fara vel með verðmæti eins og t.d. bækur
 • Nota umhverfisvænar hreinsivörur við ræstingu skólans
 • Kennararnir séu börnunum góðar fyrirmyndir

5. Bæta heilsu barna og kennara og auka vellíðan þeirra, bæði andlega og líkamlega

        Leiðir:

 • Áhersla á holla næringu        
 • Áhersla á hreyfingu
 • Umræður um heilbrigt líferni almennt

6. Iðka dyggðir

        Leiðir:

 • Frumkvæði, vinátta og gleði látin blómstra þannig að börnum og kennurum líði vel

7. Minnka neyslu

        Leiðir:

 • Fræðsla um nýtni og matarsóun fyrir börn og starfsfólk
 • Réttar skammtastærðir
 • Nýting matarafganga

Með þessu viljum við:

 • Draga úr sorpi frá leikskólanum
 • Auka fræðslu um flokkun á lífrænum úrgangi til barna og starfsfólks
 • Fræða börn og starfsfólk um moltugerð
 • Auka þátttöku barnanna í flokkunarferlinu
 • Auka áhuga starfsfólks og barna á að ganga snyrtilega um úti sem inni
 • Að börnin nýti sér vettvangsferðir sem leiðir til uppgötvunar og náms
 • Breyta viðhorfum starfsmanna til útiveru
 • Auka hreysti barna og starfsfólks
 • Draga úr sóun á mat
 • Nýta betur það sem til er

Fundargerðir umhverfisnefndar

Umhverfisnefndarfundur 3. maí 2019

 • Halda áfram að minna á að merkja blöðin og nýta vel pappírinn
 • Engin hákatæming verður á þessu vori – moltan ekki tilbúin vega framkvæmda í garðinum
 • Hákatæming verður í haust og þá fá Gullmolar að fylgjast með því þeir verða í umhverfisráðinu næsta skólaár
 • Nefnd sem sér um hvaða grænmeti skal setja niður í vor í nýju kassana okkar. Eva Björk, Bryndís og Hulda Kristín verða í nefndinni
 • Hafa pappírsgerð í sumarstarfinu eins og vanalega
 • Hengja upp myndir sem sýna þróunina í landslaginu s.l. ár bæði innan garðs og utan. Rannsý sér um að finna myndir.

Næsti fundur verður eftir sumarfrí 26.ágúst 2019


Umhverfisnefndarfundur 4.mars 2019

 • Fórum yfir könnun hjá frá Landvernd
 • Umræður um grænu tunnuna í listasmiðju – er ótrúlega fljót að fyllast, spurning um að börnin nýti blöðin illaFá tíma á skipulagsdaginn næsta til að ræða um nýtingu pappírs, muna að láta börnin merkja blöðin, minnka blöðin og láta teikna báðum megin, ræða við þau hvað þau ætla að teikna og hvað þau eru að teikna. Að við hugsum áður en við setjum í grænu tunnu. Allar afklippur og endurunnin blöð eiga að fara í kassann hjá Evu Björk. Vera dugleg að nýta pappírinn.

Umhverfisnefndarfundur 8. janúar 2019

 •  Nú er byrjað að setja í miðjuhákinn. Vegna misskilnings var sett í rangan hák til að byrja með. Þ.a.l. verður ekki hægt að taka úr hákunum fyrr en næsta haust. Moltan verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi þá
 • Rannsý ætlar að biðja áhaldahúsið um „fínna“ dass það hefur verið ansi gróft sem hefur komið
 • Virðist vera nóg af endurunnum pappír fyrir boðskort í janúar fyrir pabba og afa. Spurning hvort þurfi að búa pappír fyrir mömmu og ömmu morgun í febrúar.

Næsti fundur er ákveðinn 4.mars n.k.

Fundargerðir umhverfisráðs

20. mars 2019
Mætt: Amira Una, Andrea Vigdís, Ari Freyr, Berglind Arna, Elísabet Anna, Emil Helgi, Gabríella Ísmey, Heiðar Már, Ivan, Jón Tryggvi, Karólína, Konráð, Nína Björg, Ragnar Örn, Snæþór Elí, Styrmir Orri, Tomas og Yusif Þór.

Í dag skoðuðum við nokkur myndbönd frá Sorpu um endurvinnslu og flokkun á pappír.

28. febrúar 2019
Mætt: Amira Una, Andrea Vigdís, Ari Freyr, Berglind Arna, Elísabet Anna, Heiðar Már, Jón Tryggvi, Karólína, Nína Björg, Ragnar Örn, Rebekka Grace, Snæþór Elí, Styrmir Orri, Tomas og Yusif Þór.

Í dag vorum við að vinna með Þrautabók trjálfanna og töluðum um hvað yrði um úrganginn sem við hendum í ruslatunnuna (gráu/svörtu tunnuna) og úrganginn sem við flokkum og skilum.

13. febrúar 2019
Mætt: Öll börnin mætt í dag.

Í dag töluðum við um mengunina í umhverfinu. Veltum fyrir okkur hvað er mengun og hvað við gætum gert til að minnka mengun í umhverfinu. Að lokum teiknuðu börnin mynd af einhverju sem mengar og mengar ekki.