Fundargerðir umhverfisnefndar

Umhverfisnefndarfundur  8. mars 2021

 • Umhverfisstefna Arnarsmára yfirfarin og gerðar á henni smá breytingar.
 • Umhverfisráðið hefur verið lagt niður og ákveðið að leggja frekar áherslu á fræðslu hjá öllum árgöngum.
 • Dagur umhverfisins er 25. apríl. Hreinsunardagur verðu haldinn í vikunni á eftir (fer eftir veðri).
 • Grímur, hanskar og handþurrkur eiga að fara í almennt sorp.
 • Neðra svæðið og trjábeðin vestar megin eru eitt forarsvað. Þarf að athuga það.
 • Búa til pappír í sumarstarfinu sem hefst 1. maí.
 • Næsti fundur 31. maí kl. 10:00.

Umhverfisnefndarfundur 14. september 2020

 • Fengum nýjan Grænfána 30. júní.
 • Farið yfir nýja vinnulýsingu á Grænu dollu, sem ákveðin var á síðasta skipulagsdegi.
 • Kartöflur verða teknar upp á miðvikudaginn, 16. sept.
 • Panta tíma í Sorpu fyrir Gullmolana.
 • Koma umhverfissáttmála undirritun í gang, byrja á yngri deildum.
 • Næsti fundur 9. nóvember kl. 13:00.

Umhverfisnefndarfundur 18. maí 2020

 • Rannsý og Hildur Kristín sögðu frá úttektinni sem fulltrúi Landverndar gerði.
 • Ákveðið að láta fjarlægja jarðgerðartankana, en fá einn slíkan frá Terra sem þeir tæma reglulega.
 • Reyna að fá mold í beðin.
 • Ákveðið að setja niður kartöflur 29. maí.
 • Næsti fundur 14. september kl. 13:30.

Umhverfisnefndarfundur 27. janúar 2020

 • Panta nýjan hák fyrir gamla sem var brotinn
 • Finna pláss fyrir myndir um breytingar á landslagi kringum leikskólann
 • Vera duglegri að ræða breytingar á landslagi
 • HK og Rannsý gera greinargerð vegna umsóknar um nýjan Grænfána
 • Næsti fundur 16. mars kl. 13:30

Umhverfisnefndarfundur 14. október 2019

 • Hákatæming fór fram 25. sept.
 • 10. sept. fór umhverfisráðið í heimsókn í Sorpu á Dalvegi þar sem börnin fengu fræðslu um flokkun og endurvinnslu. Þau fengu að gjöf verkefnabók og endurunninn poka (úr plastflöskum) sem þau ætla að nota undir blaut föt
 • Næsti fundur í janúar á næsta ári

Umhverfisnefndarfundur 6. ágúst 2019

 • Elsti jarðgerðartankurinn brotinn, þurfum nýjan
 • Hákatæming áætluð sept/okt, fer eftir veðri/frosti. Nefndin sér um tæminguna
 • Setja upp myndir í sambandi við þemað okkar, fyrir/eftir. Rannsý sér um það
 • Fá tíma á skipulagsdegi til að fara yfir grænfánaverkefni og hákavinnu og markmið
 • Umhverfisráð (Gullmolarnir) heimsækja Sorpu í sept. Þarf að panta
 • Næsti fundur 14. okt.

Umhverfisnefndarfundur 3. maí 2019

 • Halda áfram að minna á að merkja blöðin og nýta vel pappírinn
 • Engin hákatæming verður á þessu vori – moltan ekki tilbúin vega framkvæmda í garðinum
 • Hákatæming verður í haust og þá fá Gullmolar að fylgjast með því þeir verða í umhverfisráðinu næsta skólaár
 • Nefnd sem sér um hvaða grænmeti skal setja niður í vor í nýju kassana okkar. Eva Björk, Bryndís og Hulda Kristín verða í nefndinni
 • Hafa pappírsgerð í sumarstarfinu eins og vanalega
 • Hengja upp myndir sem sýna þróunina í landslaginu s.l. ár bæði innan garðs og utan. Rannsý sér um að finna myndir.

Næsti fundur verður eftir sumarfrí 26.ágúst 2019

Umhverfisnefndarfundur 4.mars 2019

 • Fórum yfir könnun hjá frá Landvernd
 • Umræður um grænu tunnuna í listasmiðju – er ótrúlega fljót að fyllast, spurning um að börnin nýti blöðin illa
 • Fá tíma á skipulagsdaginn næsta til að ræða um nýtingu pappírs, muna að láta börnin merkja blöðin, minnka blöðin og láta teikna báðum megin, ræða við þau hvað þau ætla að teikna og hvað þau eru að teikna. Að við hugsum áður en við setjum í grænu tunnu. Allar afklippur og endurunnin blöð eiga að fara í kassann hjá Evu Björk. Vera dugleg að nýta pappírinn.
 • Næsti fundur 3. maí

Umhverfisnefndarfundur 8. janúar 2019

 • Nú er byrjað að setja í miðjuhákinn. Vegna misskilnings var sett í rangan hák til að byrja með. Þ.a.l. verður ekki hægt að taka úr hákunum fyrr en næsta haust. Moltan verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi þá
 • Rannsý ætlar að biðja áhaldahúsið um „fínna“ dass það hefur verið ansi gróft sem hefur komið
 • Virðist vera nóg af endurunnum pappír fyrir boðskort í janúar fyrir pabba og afa. Spurning hvort þurfi að búa pappír fyrir mömmu og ömmu morgun í febrúar.

Næsti fundur er ákveðinn 4.mars n.k.