Umhverfisnefndarfundur 15.janúar 2024

 

Mættar: Díana Jórunn,Bryndís R, Elín G, Tanja, Hildur Kristín

 

· Farið yfir fundargerð síðasta fundar

· Ákveðið var að ekkert yrði sett í stóru kartöflukassana þetta árið það á að hvíla moldina

· Setjum niður í litlu kálkassana í vor

· Engin sérstök niðursetningarhátíð verður en það verður ákveðinn dagur í maí þar sem sett verður niður í litlu kálkassana og börnin taka þátt í því.

· Umhirða kálgarðanna fylgir kaffistofunni þannig að vikulega er skipt um hver sér um kálkassana, vökvar og reitir arfa eftir þörfum og fær börnin með sér í þá vinnu

· Hildur Kristín ræðir við Evu varðandi boðskort fyrir bóndadag og konudag

· Muna eftir að setja skálar á borðin fyrir eldri börnin líka upp á matarsóun að gera.

· Minna á að yngri börnin klári brauðið/kexið í síðdegishressingu áður en þau fá eitthvað annað, ekki vera með allt á diskunum í einu og passa matarsóun

 

Önnur mál:

· Rætt um hvar megi drullumalla á útisvæði. Þurfum að hafa svæði Kassa/fiskiker til að vera með drullumalli í svo garðurinn sjálfur verður ekki grafinn upp.

· Ræða betur um og fá hugmyndir á starfsmannafundi.

 

Fundi slitið

Hildur Kristín

_________________________________________________________________________________________

Fundargerð umhverfisnefndar 04.10´23

· Farið yfir fundargerð s.l. fundar.

· Matarsóun – þarf meiri fræðslu til kennara, passa magnið sem er sett á diskana hjá börnunum. Nefndarmenn fara með umræður inn á deildarfundi og svo verður kynning á umhverfisnefnd á skipulagsdegi í nóvember.

· Vigta í lok október fiskimáltíð og svo aftur í nóvember sjá hvort það sé munur eftir áherslu á umræðum matarsóun.

· Uppskeruhátíðin næsta vor hvíla stóru matjurtagarðana, blanda sandi við þá í vor og hræra en setja niður kál o.fl. í litlu kassana. Setja inn umsjón vikulega sem fylgir kaffistofu.

· Pappírsgerð fyrir boðskort á bónda- og konudag HK setur upp á töflu í kaffistofu ósk um að starfsfólk komi með dagblöð svo hægt sé að undirbúa pappírsgerð.

· Næsti fundur í nóvember fyrir skipulagsdag.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 12.apríl 2023

Mættar: Bryndís R, Kristbjörg, Elín Guðrún, Inga Dóra og Hildur Kristín

 • Farið yfir fundargerð síðasta fundar og rætt hvernig hefur gengið. Allir sammála um að það gangi vel.
 • Hreinsunardagur sem verður annað hvort 19. eða 24. Apríl. Hildur Kristín sendir póst á áhaldahús til að fá blástur á stéttina fyrir 19. Apríl. Spurning um að stinga upp kartöflugarðana og setja blákorn í til að undirbúa fyrir niðursetningarhátíðina.
 • Matarsóunarvikurnar ræddar. Vera duglegri að ræða matarsóun inni á deildum. Fá sér á diskinn það sem þau ætla að borða, vera með umræður við matarborðið. Spurning um að vigtunin sé óréttlát gagnvart sumum börnum. Gætum ákveðið dag til að vigta án þess að þau viti af. Bíðum eftir svari frá Sýni til að fá viðmið af matarsóun fyrir þetta stóran skóla.
 • Niðursetningarhátíð 24. Maí eða í þeirri viku. Fer eftir veðri. Kaupa gullauga/útsæði 4 poka.
 • Hugmynd um að setja niður kál í litlu kassana ásamt einhverju fleiru og bera þá kálið fram til hliðar með salati svo börnin geti smakkað.
 • Næsti fundur verður 12.júní kl.10.

 

Fundi slitið

Hildur Kristín

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 28.febrúar 2023

Mættar: Kristbjörg, Inga Dóra, Bryndís R, Guðný, Elín Guðrún og Hildur Kristín

· Umræður um pappírsnotkun vera duglegri að nota pappakassa undan mjólkinni, Morgunkornspakka og aðrar umbúðir úr eldhúsinu fyrir börnin að lita/mála á.

· Þurfum að vera duglegri að flokka rétt í flokkunarfötu á kaffistofu og setja jafnvel dagblöð í botninn.

· Ath með litlu hákana biðja skúringuna um að setja ekki poka í þá.

· Matarsóun, minna kennara á að minna börnin á að klára það sem þau fá sér og ekki gefa þeim nýtt og nýtt á diskinn, minnka brauðskammtinn í síðdegishressingunni og fá þau til að klára. Einnig þarf að passa betur upp á að börnin klári brauðið sitt á föstudagsmorgnum, það fer allt of mikið af brauði í ruslið.

· Matarsóunarvikur verða tvær frá 20. – 31. Mars ´23 þá ætlum við að vigta alla matar afganga eftir hádegisverðinn, setja upp í súlurit og hafa það sýnilegt fyrir börnin. Einnig ætlum við að vera dugleg að ræða hversu mikilvægt það er að fá sér á diskinn það sem maður ætlar að borða og fá sér þá bara lítið aftur svo ekki verði matarsóun.

· Hugmynd um að hafa hreinsunardag 19.apríl ef veður leyfir. Annars 25.apríl á degi umhverfisins.

· Næsti fundur verður 12.apríl 2023

Fundi slitið

Hildur Kristín

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 6.desember 2022

Mættar: Hildur Kristín, Kristbjörg,Herdís, Bryndís.

 • Farið var yfir hvernig gengur almennt, þurfum að vera dugleg að minna börnin á að nýta pappírinn vel.
 • Kassi með endurnýtanlegu efni úr eldhúsi – biðja Anetu um að setja sitt lítið af hverju í kassann svo börnin geti flokkað meira.
 • Gulldeild getur tekið hákinn í matsal inn á deild til sín því nú má setja ávaxtahýði í svarta kassann á vagninum. Það fer allt saman í lífrænu tunnuna úti.
 • Matarsóunarvikan gekk vel en spurning um að hafa tvær vikur næst. Súluritið kom vel út og börnin áttuðu sig vel á því. Minna kennara á að halda áfram að ræða matarsóun við börnin.

Næsti fundur haldin í febrúar ´23

Fundi slitið

Hildur Kristín

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 5. apríl 2022

Mættar: Kristbjörg, Herdís, Rannsý, Elín Guðrún, Bryndís og Hildur Kristín

 • Rætt um hreinsunardag í Arnarsmára sem verður 25.apríl n.k.ef veður leyfir, annars fyrsta góðviðrisdag á eftir. Rannsý athugar með hvort hægt sé að fá blástur (sandur af stéttum) á föstudeginum á undan.Hildur Kristín finnur til auglýsingu og hengir upp.
 • Umræður um að minna börnin á að fara vel með pappírinn og nýta hann vel.
 • Matarsóunarvikan í mars gekk vel. Þó við séum ekki að nýta okkur niðurstöður þá hjálpar þetta okkur við að minna börnin á að taka bara á diskinn það sem þau ætla að borða. Og fræða þau almennt um hvað matarsóun er og allt varðandi hollt matarræði. Þetta eru þarfar umræður með börnunum allt árið um kring á matartímum og inni á deildum þegar deildirnar eru með grænu dolluna. Það eru tvær matarsóunarvikur á hverju skólaári.
 • Rætt um hvað er best að setja niður í matjurtargarðinn í vor. Ekki eins mikið salat eins og áður, frekar að auka við gulrætur, næpur, hnúðkál, blómkál og spergilkál o.fl. Jafnvel að rækta krydd. Láta svo Gullmolana ná í kál og annað með mat fyrir eldhúsið í hverri viku.
 • Rannsý ætlar að senda póst á Friðrik varðandi sýkingu í jarðvegi í matjurtarkössum, göngustíga í kringum skólann og til að fá hann til að meta tré í garðinum sem eru við það að drepast.
 • Það eru komnar nýjar flokkunartunnur við leikskólann og við bíðum eftir flokkunar veggspjöldum meið leiðbeiningum um hvað á að fara í hverja tunnu. Mikilvægt að fá leiðbeiningar svo allir séu að gera rétt.
 • Næsti fundur í umhverfisnefnd verður í byrjun október .

 _________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 24. jan. 2022

Mættar: Elín, Rannsý, Hildur Kristín, Bryndís R, Kristbjörg og Herdís

 • Farið yfir síðustu fundargerð.
 • Láta athuga jarðveginn í kartöflugörðunum fyrir vorið, gæti þurft að skipta alveg um mold.
 • Fá Friðrik garyrkjustjóra til að skoða trén og meta þau.
 • Vika helguð matarsóun í mars. Mæla matarafganga, ekki vökva.
 • Búið til nýtt aðgerðadagatal.
 • Ákveðið að hafa þrjá umhverfisnefndarfundi á ári, í október, janúar og apríl.
 • Næsti fundur verður 4. apríl kl. 13:30.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur  8. nóvember 2021

 • Farið yfir síðustu fundargerð.
 • Tæma deildarhákana e.h. á föstudögum.
 • Ekki setja lauka hjá fánastönginni.
 • Útsæði, 3 pokar - ekki kaupa vörtur.
 • Farið yfir vinnulýsingu + auglýsingu varðandi niðursetningarhátíð .
 • Umhverfismenntunin gengur vel.
 • Fá e-n frá Kópavogusbæ til að skoða trén og moldina í garðinum í vor.
 • Ath. með pappírsgerð. Þurfum við að gera meira fyrir jól?
 • Pappírssóun er of mikil hjá okkur - þurfum að passa upp á það - allir minna á inni á sinni deild.
 • Nýtt og breytt aðgerðardagatal verður gert á næsta fundi.
 • Næsti fundur verður mánudaginn 24. jan. 2022 kl. 13:30.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur  31. maí 2021

 • Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
 • Búa til pappír á góðviðrisdegi.
 • Rætt um hvort það þurfi mold í beðin, en ákveðið að svo væri ekki.
 • Græna dollan/útigangsmaður/hákatæming.
 • Á að setja lauka hjá fánastönginni?
 • Kaupa 3 poka af útsæði.
 • Gera auglýsingu með verkaskiptingu.
 • HK gerir vinnulýsingu um niðursetningu og kemur með á næsta fund í haust.
 • Hver deild hefur sinn kassa til að setja niður.
 • Þegar opnað er úti, eiga þeir sem mæta fyrst að taka útigangsmanninn.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur  8. mars 2021

 • Umhverfisstefna Arnarsmára yfirfarin og gerðar á henni smá breytingar.
 • Umhverfisráðið hefur verið lagt niður og ákveðið að leggja frekar áherslu á fræðslu hjá öllum árgöngum.
 • Dagur umhverfisins er 25. apríl. Hreinsunardagur verðu haldinn í vikunni á eftir (fer eftir veðri).
 • Grímur, hanskar og handþurrkur eiga að fara í almennt sorp.
 • Neðra svæðið og trjábeðin vestar megin eru eitt forarsvað. Þarf að athuga það.
 • Búa til pappír í sumarstarfinu sem hefst 1. maí.
 • Næsti fundur 31. maí kl. 10:00.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 14. september 2020

 • Fengum nýjan Grænfána 30. júní.
 • Farið yfir nýja vinnulýsingu á Grænu dollu, sem ákveðin var á síðasta skipulagsdegi.
 • Kartöflur verða teknar upp á miðvikudaginn, 16. sept.
 • Panta tíma í Sorpu fyrir Gullmolana.
 • Koma umhverfissáttmála undirritun í gang, byrja á yngri deildum.
 • Næsti fundur 9. nóvember kl. 13:00.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 18. maí 2020

 • Rannsý og Hildur Kristín sögðu frá úttektinni sem fulltrúi Landverndar gerði.
 • Ákveðið að láta fjarlægja jarðgerðartankana, en fá einn slíkan frá Terra sem þeir tæma reglulega.
 • Reyna að fá mold í beðin.
 • Ákveðið að setja niður kartöflur 29. maí.
 • Næsti fundur 14. september kl. 13:30.

_________________________________________________________________________________________

Umhverfisnefndarfundur 27. janúar 2020

 • Panta nýjan hák fyrir gamla sem var brotinn
 • Finna pláss fyrir myndir um breytingar á landslagi kringum leikskólann
 • Vera duglegri að ræða breytingar á landslagi
 • HK og Rannsý gera greinargerð vegna umsóknar um nýjan Grænfána
 • Næsti fundur 16. mars kl. 13:30