Sjálfbærni og vísindi
Á skólaárinu 2014 – 2015 unnu leikskólar í Kópavogi að sameiginlegu þróunarverkefni undir yfirskriftinni sjálfbærni og vísindi. Verkefnið var samvinnuverkefni 19 leikskóla og verkefnastjóri var Gerður Guðmundsdóttir frá Menntasviði Kópavogs, leikskóladeild.
Markmið verkefnis;
- Að auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geti átt þátt í eða haft áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.
- Að efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.
- Að auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnum.
Í Arnarsmára var lögð áhersla á að tengja saman vettvangsferðir og vísindakrók. Markmiðið var að auka áhuga barnanna á vísindum og sjálfbærni, nýta betur vísindakrókinn og gera vettvangsferðirnar fjölbreyttari. Markmiðið var einnig að taka saman í bækling verkefni sem hægt væri að vinna í þessu sambandi og allir starfsmenn gætu nýtt sér. Verkefnisstjóri var Rannveig Jónsdóttir, fyrrverandi aðstoðarleikskólastjóri.